Fréttir

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.

Ritstjórn Gests

Erlend greiðslu­korta­velta heldur áfram að drag­ast sam­an. Hlut­falls­vöxtur frá fyrra ári mæld­ist um 7,1% í maí og hefur ekki verið minni frá árinu 2012 þegar Rann­sókna­setur versl­un­ar­innar hóf söfnun hagtalna um korta­veltu erlendra ferða­manna. Meg­in­á­stæðan fyrir minni vexti korta­veltu er talið vera sterkt gengi krón­unn­ar.Erlend greiðslu­korta­velta nam 21,3 millj­örðum króna í maí sam­an­borið við 19,9 millj­arða í maí í fyrra. Sam­dráttur var í nokkrum flokkum erlendrar korta­veltu í maí, þar má helst nefna að greiðslu­korta­velta versl­unar dróst saman um 4,7% frá fyrra ári, úr 2,3 millj­örðum króna í maí 2016 í 2,2 millj­arða króna í maí síð­ast­liðn­um. Þá dróst korta­velta í gjafa- og minja­gripa­verslun saman um 18,9%, fata­verslun dróst saman um 5,9%, toll­frjáls verslun um 7,4%, önnur verslun um 10,9% og bíla­leigur um 0,6%.

AuglýsingDag­vöru­verslun var eini flokkur versl­unar þar sem erlend korta­velta jókst í mán­uð­in­um, um 12,8% frá sama mán­uði í fyrra. Erlend kortavelta á milli áraMest jókst korta­velta í maí í flokki far­þega­flutn­inga, um 22,7% eða um 852 millj­ónir frá sama tíma­bili í fyrra. Næst mestur vöxtur var í flokki ýmissar ferða­þjón­ustu (undir þann flokk fellur meðal ann­ars þjón­usta ferða­skrif­stofa) eða um 13,2% á milli ára og nam korta­velta flokks­ins um 3,5 millj­örðum króna í maí síð­ast­liðn­um.Erlend greiðslu­korta­velta í gisti­þjón­ustu jókst um 8,7% í maí og nam 3,9 millj­örðum króna sam­an­borið við 3,6 millj­arða í sama mán­uði fyrir ári. Vöxtur korta­veltu veit­inga­staða var heldur minni eða 0,9% á milli ára, sem er um 18 millj­ónum króna meira en í sama mán­uði í fyrra.Sterku gengi krón­unnar um að kenna

Gengi krón­unnar hefur styrkst mjög síð­asta árið og var 23% hærra nú í maí borið saman við maí 2016 ef miðað er við við­skipta­vog Seðla­bank­ans. Krónan var 35% sterk­ari gagn­vart sterl­ingspundi en 20% sterk­ari gagn­vart Banda­ríkja­dal sam­an­borið við maí 2016. Að auki hefur verð­lag ýmissa ferða­þjón­ustu­af­urða hækk­að. Vakin er athygli á því að verð­hækk­anir hafa verið nokkuð hóf­legri á milli ára sé litið til maí í sam­an­burði við febr­ú­ar. Þannig hefur verð gisti­þjón­ustu hækkað um 1% í maí á milli ára og verð veit­inga­húsa um 4%.Korta­velta Banda­ríkja­manna jókst mest frá því í maí í fyrra, um 22,5% eða því sem sam­svarar um 1,5 millj­arða. Mest minnkar greiðslu­korta­velta Norð­manna á milli ára eða um 200 millj­arða, sem og Kana­da­búa, um 194 millj­arða á milli ára.

Efnisflokkar

#erlendkortavelta

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.
13. júní 2017