Fréttir

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.

Ritstjórn Gests

Heild­ar­fjöldi skráðra gistinótta á Íslandi árið 2016 var um 7,8 milljón árið 2016. Þar af voru gistinætur erlendra gesta tæp­lega 6,8 millj­ónir og hefur þeim fjölgað að jafn­aði um 21,2% milli ára frá árinu 2010. Þetta er á meðal þess er kemur fram í árlegum talna­bæk­lingi Ferða­mála­stofu, Ferða­þjón­usta á Íslandi í tölum. Í bæk­lingnum eru teknar saman ýmsar tölu­legar stað­reyndir um íslenska ferða­þjón­ustu, fjölda erlendra ferða­manna, gistinætur sem og ferða­hegðun erlendra ferða­manna og Íslend­inga.Gistin­óttum Íslend­inga hefur einnig fjölgað á milli ára, eða um 4,1% að jafn­aði frá árinu 2010. Þá voru um 46,5% skráðra gistinótta árið 2016 að sum­ar­lagi, 27,9% að vori eða hausti og

Auglýsing

25,7% að vetri til. Flestar voru gistinæt­urnar á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 3,9 milljón gistinótta. Um 50,1% gistinótta eða um 3,9 millj­ónum tals­ins var eytt í öðrum lands­hlut­um. Fæstar voru gistinæt­urnar á Aust­ur­land­i. Um 2 millj­ónir gistinótta var eytt að vetri til árið 2016 eða 37% fleiri en árið 2015. Um 75% gistinótta eða 1,4 millj­ónum var eytt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um. Utan höf­uð­borg­ar­svæðis voru flestar gistinætur á Suð­ur­landi eða 15,2% tals­ins. Athygli skal vakin á því að sam­an­tekt um gistinætur tekur mið af gistin­óttum sem skráðar eru í talna­grunni Hag­stofu Íslands og tekur ekki til óskráðra

gistinótta sem Hag­stofan áætl­aði um milljón tals­ins árið 2016. Her­bergj­a­nýt­ing á lands­vísu á heils­árs­hót­elum var 71,2% árið 2016 og hefur hún auk­ist um 51,8% frá árinu 2010 en þá var her­bergj­a­nýt­ing 46,9%. Árið 2016 var nýt­ingin best á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða 85,5% og næst­best á Suð­ur­nesjum eða 72,7%. Á Aust­ur­landi fór nýt­ingin fyrir neðan 24% 5 mán­uði árs­ins, en best var nýt­ingin í júlí og ágúst. Slakar sam­göngur hafa hamlað vexti ferða­þjón­ustu á Aust­ur­landi og hefur greinin ekki náð þeim áfanga að verða heils­ársat­vinn­u­­grein í lands­hlut­an­um. Flestir ferða­­þjón­ust­u­að­ilar sinna öðrum störfum frá októ­ber og fram í mars.

Efnisflokkar

#gistinætur

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.
13. júní 2017