Fréttir

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.

Ritstjórn Gests

Atl­ants­flug áætlar að reisa flug­stöð og þjón­ustu­bygg­ingu við Skafta­fell í haust. Jón Grétar Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Atl­ants­flugs, segir mark­miðið að koma á eins konar loft­brú milli Reykja­víkur og Skafta­fells. Atl­ants­flug býður upp á útsýn­is­flug frá þremur áfanga­stöð­um; Reykja­vík, Bakka og Skafta­felli. Flug­völl­ur­inn sem Atl­ants­flug nýtir í Skafta­felli er stað­settur í um tveggja kíló­metra fjar­lægð frá þjón­ustu­mið­stöð­inni í Skafta­felli og telur Jón Grétar að þarna gæti mynd­ast kjarni þjón­ustu­fyr­ir­tækja. „Ferða­menn leita að þjón­ustu út um allar trissur en við erum svo lítið land að við eigum að geta sam­ein­ast um hluti sem koma ferða­mann­inum til góða. Eins og að menn hafi eitt centrum sem menn geta stefnt á til að leita sér að þjón­ust­u,“ sagði Jón Grétar í við­tali við frétta­stofu Rúv.

AuglýsingRúv sagði frá því í gær að þjóð­garð­ur­inn hafi nýverið sam­þykkt að þjón­ustu­hús einka­fyr­ir­tækja skulu hverfa burt úr Skafta­felli til að tak­marka umferð við þjón­ustu­mið­stöð­ina.Atl­ants­flug hyggst mal­bika báðar flug­braut­irnar við flug­völl­inn. Með því gætu stærri vélar nýtt völl­inn. „Þær gætu þá komið þarna inn og við gætum farið að tran­sporta fólki flug­leið­ina inn á þessa para­dís. Með stærri vélum og þannig dreift álag­inu af veg­unum í leið­inni því það er gríð­ar­leg ásókn inn á þetta svæði af akandi ferða­mönn­um,“ sagði Jón Grétar Sig­urðs­son.

Efnisflokkar

#skaftafell

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.
13. júní 2017