Fréttir

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.

Ritstjórn Gests

Þrír far­þegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Kefla­víkur sem féll niður í gær fengu þær upp­lýs­ingar að þeir hafi verið bók­aðir í annað flug eftir viku. Engar upp­lýs­ingar fást frá Wow air um hvort flug­fé­lagið ætli að greiða uppi­hald þre­menn­ing­anna fram að flug­inu. Þetta kemur fram á frétta­vef Rúv.Wow air sendi þre­menn­ing­unum til­kynn­ingu um það leyti sem þeir voru að leggja af stað út á flug­völl um að flug­inu hefði verið aflýst. Davíð Ágústs­son, einn þre­menn­ing­anna, sagði í við­tali við Rúv að þeim hafi boð­ist að velja á milli þess að fá flugið end­ur­greitt aðra leið­ina, að velja fyrsta lausa flug heim eða að fljúga frá öðrum áfanga­stað. Þeir hafi kosið fyrsta lausa flug heim en hafi engar upp­lýs­ingar fengið frá WOW um hvað ætti að gera varð­andi gist­ingu eða uppi­hald fram að flug­inu.

Auglýsing„Við reyndum marg­ít­rekað að ná sam­bandi við WOW og loks þegar það tókst fengum við engar upp­lýs­ing­ar. Við vildum fá að vita hvort WOW myndi greiða far með öðru flug­fé­lagi ef við bók­uðum með Icelandair á morgun eða eftir tvo daga en starfs­mað­ur­inn sem við töl­uðum við sagð­ist ekki vita það. Síðan núna í kvöld fáum við tölvu­póst þar sem segir að búið sé að bóka okkur í flug þann 20. júní. Eftir viku,“ segir Davíð í sam­tali við Rúv.Svan­hvít Frið­riks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, segir að minni­háttar bilun hafi valdið því að flug­inu í gær hafi verið aflýst. Alls hafi 317 far­þegar átt bókað sæti í vél­inni, mest erlendir far­þeg­ar. „Það voru þrjár leiðir í boði fyrir far­þega, að aflýsa flug­inu og fá end­ur­greitt og völdu það flest­ir. Önnur leið var að breyta um dag­setn­ingu og sú þriðja að fá inn­eign og fljúga frá öðrum áfanga­stað,“ segir Svan­hvít. Sam­­kvæmt Sam­­göng­u­­stofu eiga allir far­þegar sem verða fyrir þriggja tíma seinkun eða meira á flugi sínu, og koma á ákvörð­un­­ar­­stað þremur tímum seinna eða meira en upp­­runa­­leg áætlun flug­­­fé­lags­ins kvað á um, rétt á bótum sam­­kvæmt lög­­um, nema flug­­­fé­lagið geti sýnt fram á að töfin hafi verið vegna óvið­ráð­an­­legra aðstæðna sem ekki verði afstýrt. 

Efnisflokkar

#wowair

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.
13. júní 2017