Fréttir

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.

Ritstjórn Gests

Stjórn­­ir Verka­lýðs- og sjó­­manna­­fé­lags Kefla­vík­­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­­manna­­fé­lags Sand­­­gerð­is, sem bæði eru með starfs­­menn í Leifs­­stöð, hafa sam­þykkt stuðn­ings­­yf­­ir­lýs­ing­ar við Flug­­freyju­­fé­lag Íslands í vinn­u­­deilu þess við Pri­­mera Air Nor­dic. Þetta kem­ur fram í til­­kynn­ingu frá ASÍ.Í til­kynn­ing­unni kemur fram að félögin heiti því að veita Flug­­freyju­­fé­lag­inu alla þá aðstoð sem þeim er heim­ilt að veita sam­­kvæmt lög­­um ef deilan dregst á lang­inn. Í húfi sé kjara­­samn­ings­rétt­ur ís­­lenskra stétt­­ar­­fé­laga gegn und­ir­­boðum er­­lendra þjón­ust­u­­fyr­ir­tækja á Íslandi. Flug­freyju­fé­lag Íslands sam­þykkti þann 9. maí vinnu­stöðvun flug­freyja um borð í vélum Pri­mera Air Nor­dic. Verk­fall hefst þann 15. sept­em­ber 2017 hafi samn­ingar ekki náðst fyrir þann tíma. 

AuglýsingÞá segir í til­kynn­ing­unni að laun flug­liða Pri­­mera Air, sem flest­ir eru frá Lett­landi, séu langt und­ir ís­­lensk­um lág­­marks­­laun­­um. Auk þess njóta þeir ekki ým­issa rétt­inda sem eru lög- og kjara­­samn­ings­bund­in hér á landi. Pri­­mera Air Nor­dic starfar á Íslandi og flug­liðar þess eru með heima­höfn hér á landi.

Efnisflokkar

#primeraair
#kjaradeilur

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017