Erlent

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.

Ritstjórn Gests
Seljalandsfoss.

Meta þarf umhverf­is­á­hrif sem ný þjón­ustu­mið­stöð við Selja­lands­foss getur haft á nærum­hverfi foss­ins að nýju, að mati Land­vernd­ar. Þetta kemur fram í umfjöllun Rúv um mál­ið. Að mati Land­verndar hafa aðrir mögu­leikar en sá sem sveit­ar­stjórn hafi í huga ekki verið skoð­að­ir. Rangár­þing eystra áformar að reisa þjón­ustu­mið­stöð mitt á milli foss­anna Gljúfra­búa og Selja­lands­foss og milli Þórs­merk­ur­vegar og Mark­ar­fljóts. Sam­­kvæmt deiliskipu­lagi gæti þjón­ust­u­mið­­stöðin orðið allt að 2000 fer­­metrar að stærð og 7 metra há. Bygg­ing­­ar- og skipu­lags­­full­­trúi Rangár­s­­þings Eystra bendir þó á að þrátt fyrir að deiliskipu­lag geri ráð fyrir svo hárri bygg­ingu sé alls óvíst að bygg­inga­heim­ildin verði full­nýtt

AuglýsingHluti land­eig­enda hefur mót­mælt áformunum harð­lega og nú hefur Land­vernd einnig gert athuga­semd­ir. Farið hefur verið fram á það við Skipu­lags­stofnun að sveit­ar­fé­lag­inu verði gert að vinna nýja áætlun um áform­in. „Ein­fald­lega vegna þess að þarna eru ekki teknir inn nægi­lega margir val­kost­ir, til dæmis hversu stór þjón­ustu­mið­stöðin eigi að vera, hvort hún eigi yfir höfuð að vera á þessu svæði, hvort hún geti verið í hvarfi eða jafn­vel í  næsta þétt­býli. Sama með bíla­stæð­in. Er búið að kanna hvort þau geti t.d. verið neð­an­jarð­ar, hvort þau geti verið ann­ars staðar og svo skutla sem fer inn á svæðið eins og er t.d. í Sto­nehenge á Englandi? Þannig að við viljum meina að þarna hafi ekki verið gætt nægi­lega vel laga um mat á umhverf­is­á­hrifum áætl­ana,“ sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, í við­tali við Rúv.

Efnisflokkar

#seljalandsfoss

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Styðja við Flug­freyju­fé­lag Íslands í vinnu­deilu við Pri­mera Air Nordic

Stjórn­ir Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis ætla að styðja við Flugfreyjufélag Íslands eins og unnt er.
13. júní 2017