Fréttir

Ísland heiðursgestur á jólamarkaðnum í Strassburg

Viðburðurinn er kjörinn til kynningar og markaðssetningar á íslenskum vörum á frönskum markaði.

Ritstjórn Gests
Jólamarkaðurinn í Strassburg er staðsettur í gamla bænum.

Ísland verður heið­urs­gestur á jóla­mark­að­inum í Strass­borg jólin 2017. Um er að ræða lítið jóla­þorp undir merkjum Íslands þar sem íslenskum fyr­ir­tækjum gefst kostur á að selja hand­verk, mat­væli og drykkj­ar­vör­ur. Mark­að­ur­inn, sem stað­settur er í miðjum gamla bæn­um, er einn sá stærsti sinnar teg­undar í Evr­ópu og dregur árlega að sér um tvær millj­ónir gesta.

 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Íslands­stofu hefst mark­að­ur­inn þann 24. nóv­em­ber og stendur fram til jóla. Þátt­taka mið­ast við allan þann tíma. Skipu­leggj­endur mark­að­ar­ins útvega þátt­tak­endum aðstöðu og þjón­ustu þeim að kostn­að­ar­lausu, en þátt­tak­endur bera sjálfir kostnað af ferð­um, flutn­ingum og uppi­haldi.

Auglýsing

 

Við­burð­ur­inn er kjör­inn til kynn­ingar og mark­aðs­setn­ingar á íslenskum vörum á frönskum mark­aði og vill Sendi­ráð Íslands í París kanna áhuga íslenskra fyr­ir­tækja á þátt­töku. Áhuga­samir eru beðnir um að hafa sam­band við Pálínu Björk Matth­í­as­dóttur hjá sendi­ráð­inu með því að senda póst á net­fangið pbm@mfa.is fyrir 16. júní.

Efnisflokkar

#jólamarkaður
#íslandsstofa

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017