Fréttir

Byggja upp ferðaþjónustu við gömlu sundlaugina í Reykholti í Þjórsárdal

Verkefnið er samstarfsverkefni Rauðakambs ehf og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Ritstjórn Gests
Magnús Orri Schram er framkvæmdastjóri Rauðakambs.
Mynd/annamarin.dk

Ákveðið hefur verið að byggja upp ferða­þjón­ustu við gömlu sund­laug­ina í Reyk­holti í Þjórs­ár­dal. Verk­efnið er sam­starfs­verk­efni Rauða­kambs ehf og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps.

Byggja á upp bað­að­stöðu fyrir almenn­ing þar sem gamla sund­laugin við Reyk­holt stend­ur. Sund­laug­in, sem gekk undir nafn­inu Þjórs­ár­dals­laug var byggð á árunum 1968-1972 en rekstur hennar hefur fyrir löngu lagst af og voru mann­virki hennar dæmd ónýt af bygg­ing­ar­full­trúa hrepps­ins árið 2015. Auk bað­að­stöðu á að byggja upp gist­ingu og veit­inga­að­stöðu á svæð­inu. Rauði­kambur er í eigu Ragn­heiðar B. Sig­urð­ar­dótt­ur, Ell­erts K. Schram, Magn­úsar Orra Schram og Íslenskra Heilsu­linda, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Bláa Lóns­ins.

Verði af samn­ing­um, verður farið í skipu­lags- og hönn­un­ar­vinnu en hún verður leidd af Basalt Arki­tektum og Design Group Italia en þessir aðilar hafa komið að hönnun fleiri bað­staða á Íslandi. Við hönnun svæð­is­ins verður gætt vel að umhverf­is­mál­um, nátt­úru­vernd og stýr­ingu álags ferða­manna. Áætlað er að fram­kvæmdum ljúki síðla árs 2019.

Auglýsing

Björg­vin Skafti Bjarna­son odd­viti Skeiða og Gnúp­verja­hrepps segir að lengi hafi staðið til að byggja upp Þjórs­ár­dals­laug og því sé ánægju­legt að traustir aðilar komi að verk­inu. „Við erum einnig ánægð með áherslur Rauða­kambs um sjálf­bærni og umhverf­is­vernd enda mik­il­vægt að gæta vel að þeirri perlu sem Þjórs­ár­dal­ur­inn er,“  segir hann. 

Magnús Orri Schram, fram­kvæmda­stjóri Rauða­kambs, tekur í sama streng og seg­ist ganga spenntur til sam­starfs við íbúa Skeiða og Gnúp­verja­hrepps um að byggja upp alhliða ferða­þjón­ustu við Reyk­holt.

Efnisflokkar

#sundlaug
#reykholt

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017