Fréttir

Vilja gera mat­ar­sér­stöðu hvers lands­hluta að aðdráttarafli fyrir ferðamenn

Markmið verkefnisins Matarauður Íslands er að treysta orðspor Íslands sem upprunalands hreinna matvæla og stuðla að auknum atvinnutækifærum í matarferðaþjónustu.

Sara McMahon

Mat­a­r­auður Íslands er nýtt verk­efni á vegum atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins sem var ýtt úr vör í des­em­ber í fyrra. Mark­mið þess er að treysta orð­spor Íslands sem upp­runa­lands hreinna mat­væla og stuðla að auknum atvinnu­tæki­færum í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu, veit­inga­þjón­ustu og annarri tengdri þjón­ustu­starf­semi um land allt Verk­efnið er til fimm ára og er nýráð­inn verk­efna­stjóri þess Brynja Lax­­dal. Hún segir brýnt að nýta auk­inn áhuga ferða­manna á mat­­ar­­ferða­­þjón­­ustu okkur í hag og gera mat­­ar­­sér­­­stöðu hvers lands­hluta að aðdrátt­ar­afli fyrir ferða­menn. „Fram­tíð­ar­sýn okkar er að íslensk mat­væli og mat­ar­menn­ing verði þekkt og eft­ir­sótt vegna gæða og að hér muni mat­ar­ferða­þjón­usta blómstra í sátt við sjálf­bæra þró­un.Það mætti einnig kalla þetta byggða­þró­un­ar­verk­efni því ætl­unin er að verk­efnið fjölgi atvinnu­tæki­færum á lands­byggð­inni. Þá ætlum við að vinna sam­kvæmt Heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna  með áherslu á sjálf­bæra þró­un,“ útskýrir Brynja.

AuglýsingHug­mynd­inni að verk­efn­inu var fyrst komið á fram­færi í tíð Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra (2013-2016), og heyrir nú undir Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, sem gegnir sama emb­ætt­i. Þurfum að setja auk­inn kraft í mat­ar­ferða­þjón­ustu

Mat­ar­tengd ferða­þjón­usta hefur farið ört vax­andi um allan heim og sam­kvæmt ferða­vef­síð­unni Skift.com nema tekjur af slíkri ferða­þjón­ustu nú um 1 millj­arði banda­ríkja­dala á heims­vísu. Þegar rætt er um mat­ar­ferða­þjón­ustu er átt við að hvati ferð­ar­innar sé að upp­lifa mat­ar­menn­ingu áfanga­stað­ar­ins eða að lagt sé upp í ferð gagn­gert í þeim til­gangi að snæða á ákveðnum veit­inga­stað, líkt og verið hefur raunin með Michel­in-veit­inga­stað­inn Noma í Kaup­manna­höfn. „Það er auð­velt að sam­þætta þetta verk­efni inn í ferða­þjón­ustu því að matur segir svo mikið um áfanga­stað­inn og fólkið sem þar býr. Mikið af þeim mat sem fram­leiddur er á Íslandi er fram­leiddur á sjálf­bæran hátt og við hreinar aðstæð­ur, nokkuð sem þykir bera merki um gæði, og þetta þurfum við að nýta í mark­aðs­setn­ingu okkar á Íslandi sem mat­ar­land­i.“ Sam­kvæmt Global Report Tourism fer mat­ar­ferða­þjón­usta hratt vax­andi og því lag fyrir Íslend­inga að setja auk­inn slag­kraft í upp­bygg­ingu og mark­aðs­setn­ingu mat­ar­ferða­þjón­ustu á Íslandi. Að sögn Brynju er ætl­unin að ein­beita sér að inn­an­lands mark­aði fyrst um sinn því að byggja þurfi upp inn­viði, orð­ræð­una og þekk­ing­una á meðal Íslend­inga áður en farið er í mark­vissa alþjóð­lega kynn­ingu á Íslandi sem áfanga­stað fyrir mat­ar­ferða­menn. 

„Við þurfum að skoða orð­ræð­una bet­ur. Hvernig tölum við um mat? Neyt­endur vilja ódýran mat, stjórn­völd vilja aukið hag­ræði en öll viljum við sjálf­bærni. Ef matur er aðeins met­inn út frá verði þá gæti það þýtt að verið sé að ýta bændum út í meiri verk­smiðju­fram­leiðslu. Það sem við ætlum að gera hjá Mat­arauði Íslands er að leggja áherslu á gæði, heil­næmi, sér­stöðu og þjón­ustu. Gæðin eru grunn­ur­inn að íslensku hrá­efni og und­ir­staða góðrar heilsu. Það er varla til land í heim­inum sem getur teflt fram jafn hreinum mat­vælum og við. Síðan þurfum við að gæta að stöð­ug­leika gæð­anna - það er eitt sem Íslend­ingar þurfa að passa sig meira á; að við­halda gæð­un­um.“

Hvað þjón­ustu varðar þurfa Íslend­ingar að koma meira til móts við þarfir neyt­enda því gæða- og umhverf­is­vit­und hefur auk­ist og eft­ir­sókn eftir umhverf­is­vænum og líf­rænum mat­vælum orðin meiri. Þá þarf að tryggja upp­runa­vottun og rekj­an­leika vör­unn­ar. Þetta segir Brynja vera lang­tíma verk­efni sem krefst sam­vinnu margra ólíkra aðila. Eyða um 2.800 krónum á dag í mat

Brynja segir að mik­il­vægur þáttur verk­efn­is­ins sé að styðja við söfnun á töl­fræði­legum upp­lýs­ingum m.a. um neyslu og útgjöld matar og drykkja meðal ferða­manna en nýj­ustu töl­urnar er að fá í gegnum kredit­korta­veltu sem segir bara hálfa sög­una. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Rann­sókna­setri versl­un­ar­innar fellur 12 pró­sent af heildar korta­veltu ferða­manna á Íslandi undir flokk­inn mat­ar­inn­kaup, þar af fer 50% í við­skipti við veit­inga­staði og 18% í skyndi­bita­staði. „Það má reikna með að ferða­maður sem dvelji 7 daga hér­lendis eyði um 2.800 krónum á dag í veit­ingar eða mat, sem er afskap­lega lág upp­hæð. Við þurfum því að ná betur utan um þessa útgjalda­liði til að átta okkur betur á stöð­unn­i.“Verk­efn­inu er einnig ætlað að styðja við mat­ar­ferða­þjón­ustu á lands­byggð­inni. Brynja segir mörg land­svæði búa yfir eigin mat­ar­menn­ingu og nefnir í því sam­hengi hrein­dýrin á Aust­ur­landi, hum­ar­inn á Höfn í Horna­firði og græn­metið á Suð­ur­landi. Nýta má í auknum mæli­sér­stöðu svæð­is­bund­inna mat­væla meðal veit­inga­staða á lands­byggð­inni og tefla þeim fram sem bjóða upp á rétti þar sem árs­tíða­bundið hrá­efni úr hér­aði er nýtt, líkt og gert er á veit­inga­stöð­unum Narf­eyr­ar­stofu í Stykk­is­hólmi, Tjöru­hús­inu á Ísa­firði og Slippnum í Vest­manna­eyj­um. „Svo eru margir bændur sem reka veit­inga­staði þar sem hrá­efni af býl­inu er nýtt. Dugn­aður þeirra, frum­kvæði og elja er ein­stak­lega virð­ing­ar­verð. En það þarf að kort­leggja þetta betur svo ferða­menn eigi auð­veld­ara með að finna stað­ina. Við erum að vinna í því að koma upp vef­síðu þar sem ætl­unin er að kort­leggja allt sem er mat­ar­tengt í hverjum lands­hluta svo hægt sé að beina ferða­mönn­um, bæði íslenskum og erlend­um, á þessa stað­i.“

Verð og gæði fari saman

Und­an­farið hefur nokkuð verið rætt um háa verð­lagn­ingu á veit­ingum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Brynja segir að í þessum efnum sé mik­il­væg­ast að verð og gæði fari sam­an. „Ef við ætlum að verð­leggja okkur hátt þá verður fram­setn­ingin að vera í sam­ræmi við það. Það er ýmis­legt svo­leiðis sem við þurfum að passa sér­stak­lega upp á ef byggja á upp mat­ar­ferða­þjón­ustu á Íslandi. En svo virð­ast vin­sældir ‘street food’ vera að fær­ast í auk­ana sem mér þykir skemmti­leg þróun og hið sama má segja um árs­tíða­bundin hér­aðsveit­inga­hús.“Brynja bendir einnig á að þegar ferða­menn kom­ist í tæri við eitt­hvað gott hafi það óbein áhrif á útflutn­ing því þegar ferða­mað­ur­inn snýr heim til sín vill hann mögu­lega geta nálg­ast vör­una þar. Íslenska skyrið er skýrt dæmi um þetta. Und­an­farna mán­uði hefur Brynja unnið að því að kynna verk­efnið fyrir Mark­aðs­stofum lands­hlut­anna, sveit­ar­fé­lögum og stofn­un­um. Nú er ætl­unin að kanna hvar vaxt­ar­brodd­arnir liggja og hvernig hægt er að aðstoða þá við að vaxta og dafna. Hún segir mik­inn áhuga vera fyrir verk­efn­inu og að flestir hafa tekið því fagn­andi. „Það er mikil jákvæðni og áhugi fyrir verk­efn­inu sem er mjög hvetj­and­i.“Fisk­ur­inn orð­inn aðdrátt­ar­afl

Mat­reiðslu­meist­ar­inn Hrefna Rósa Sætran, sem rekur veit­inga­stað­ina Fisk­mark­að­inn og Grill­mark­að­inn, segir íslenskt hrá­efni og mat­ar­menn­ingu þegar hafa mikið aðdrátt­ar­afl. 

„Ís­lenskur fiskur og íslenskt sjáv­ar­fang hefur mikið aðdrátt­ar­afl og ferða­menn sem hingað koma vilja gjarnan fá hrá­efnið mat­reitt á nýjan og spenn­andi hátt. Þeir sem þekkja til Nor­dic Cusine, sem er orðið heims­þekkt hug­tak og nær utan um mat­ar­menn­ingu allra Norð­ur­land­anna, eru spennt­ari fyrir að smakka ákveðin hrá­efni en þeir sem ekki þekkja til hug­taks­ins. Þessir ferða­menn eru lík­legri til að vilja smakka lunda eða hrefnu eða aðra rétti sem þykja ein­kenna íslenska mat­ar­menn­ingu. Þeir gera einnig ráð fyrir því að allt kjöt sem borið er fram á íslenskum veit­inga­stöðum sé héð­an, en það er ekki alltaf til­fellið. Mínir veit­inga­staðir bjóða aðeins upp á íslenskt kjöt og það krefst mik­illar vinnu því eins og við vitum þá er bara fram­leitt visst magn af nauta­kjöti hér á landi og býlin anna nú orðið ekki eft­ir­spurn.“Hún segir að á háönn sé um helm­ingur gesta Grill­mark­að­ins erlendir ferða­menn og um 70% gesta Fisk­mark­aðs­ins. „Ætli ferða­menn­irnir séu ekki spennt­ari fyrir íslenska fisk­inum en kjöt­inu og kjósa þá frekar að borða á Fisk­mark­aðn­um. Íslend­ingar eru meira fyrir að panta sér steik og berna­ise og fara því frekar á Grill­mark­að­inn,“ útskýrir hún. 

Efnisflokkar

#matarferðaþjónusta
#matarauður_íslands

Meira á Gestur.is

Ferðamenn vilja takmarka fjölda ferðamanna til landsins

Þegar erlendir ferðamenn voru inntir eftir því hvað mætti bæta í tengslum við íslenska ferðaþjónustu nefndu flestir að bæta ætti ástand vega og takmarka fjölda ferðamanna.
16. júní 2017

7,8 milljón skráðar gistinætur árið 2016

Gistinætur erlendra gesta voru tæplega 6,8 milljónir og hefur þeim fjölgað að jafnaði um 21,2% milli ára frá árinu 2010.
16. júní 2017

Erlend kortavelta heldur áfram að dragast saman

Meginástæðan fyrir minni vexti kortaveltu er talið vera sterkt gengi krónunnar.
16. júní 2017

Miðbærinn lokaður fyrir umferð á Þjóðhátíðardaginn

16. júní 2017

Kalda bjórböðin tekin í notkun

Alls eru sjö baðker í heilsulindinni og því hægt að taka á móti fjórtán manns í einu.
15. júní 2017

Þurfa að bíða í viku eftir næsta flugi heim frá Miami

Þrír farþegar sem áttu bókað flug með WOW air frá Miami til Keflavíkur sem féll niður í gær fengu þær upplýsingar að þeir hafi verið bókaðir í annað flug eftir viku.
14. júní 2017

Vilja reisa flugstöð og þjónustubyggingu við Skaftafell

Markmiðið að koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells, segir framkvæmdastjóri Atlantsflugs.
14. júní 2017

Landvernd vill láta endurmeta umhverfisáhrif þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss

Að mati Landverndar hafa aðrir möguleikar en sá sem sveitarstjórn hafi í huga ekki verið skoðaðir.
13. júní 2017